Finnst lífið hafa farið úr svarthvítu í lit

Síðustu ár hefur farið meira fyrir því að fólk, og þá sér í lagi konur, hefji ADHD-greiningarferli á fullorðinsárum. Stella Rún Steinþórsdóttir er ein þeirra en hún segir það að fá loks greininguna hafa verið mikið gæfuspor í sínu lífi. Hún er í dag verkefnastjóri hjá Týndu stelpunum og heldur utan um verkefnið Sara – stelpa með ADHD sem á að stuðla að vitundarvakningu um ADHD í konum. Að verkefninu standa ásamt Stellu þær Sara Rós Guðmundsdóttir og Katla Margrét Aradóttir. Verkefnið varð til fyrir tveimur og hálfu ári síðan þegar þær sóttu sama áfanga í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. „Þar var okkur lagt fyrir að finna lausn á samfélagslegum vanda og nýta til þess samfélagslega nýsköpun. Fljótlega rákumst við á þá staðreynd að við værum allar með ADHD, seint greindar á fullorðinsárum, og áttum frekar sára reynslu að baki sökum þess hve lengi við höfðum barist áfram án þess að fá viðeigandi verkfæri og meðferð.“  

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.