Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands:  Margt verra en að lenda á milli tannanna á fólki 

Sigríður Dögg Auðunsdóttir stendur í ströngu þessa dagana við að byggja upp Blaðamannafélag Íslands með nýjum áherslum en það hefur verið ástríða hennar að fræða fólk um mikilvægi blaðamennskunnar fyrir samfélagið og lýðræðið. Töluvert hefur gustað um hana upp á síðkastið en hún segir sorglegt að sjá fyrrverandi blaðamenn halda fram órökstuddum, meiðandi staðhæfingum um hana án þess að kanna sannleiksgildi þeirra – þvert á gildi blaðamennskunnar. Hún hafi þó upplífað margt verra en að lenda á milli tannanna á fólki og að ærumeiðandi ummæli blikni í samanburði við alvarleg áföll. 

Sigríður brennur fyrir blaðamennsku og segir að eitt af því sem blaðamenn hafi í vaxandi mæli þurft að glíma við sé skilnings- og virðingaleysi stjórnvalda fyrir störfum blaðamanna. „Ef við tökum bara dæmi af samskiptum blaðamanna við lögreglustjórann á Suðurnesjum í tengslum við eldsumbrotin við Grindavík þá eru þau náttúrlega með ólíkindum. Það er algjörlega óskiljanlegt að lögreglustjóra finnist það í lagi að ákveða upp á sitt einsdæmi, án þess að hafa til þess lagalegan grundvöll, að hindra blaðamenn við störf sín á svæðinu.“

Þessa grein ásamt öllu öðru efni sem birtist í tímaritum Birtíngs getur þú lesið með því að gerast áskrifandi - Prófaðu frítt í 7 daga

Aðgangur að öllum tölublöðum Birtíngs

Lestu greinar og skoðaðu tölublöðin hvar og hvenær sem er

Með áskrift að vef Birtings getur þú lesið greinar og tölublöð þegar þér hentar. Þú getur einnig vistað tölublöðin á tækið þitt fyrir ferðalagið.